Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála

Við leggjum lægra HLUTFALL þjóðartekna til heilbrigðismála en Danir og Svíar. Fjárveitingavaldið leggur þannig hlutfallslega minni áherslu á heilbrigðismál, en þessar nágrannaþjóðir okkar. Afleiðingin er lakari heilbrigðiþjónusta en í nágrannalöndunum og hún hefur farið hratt versnandi. 

Fjárveitingavaldið leggur hærra hlutfall þjóðartekna til ýmissa annarra kostnaðarliða. Lækkum þá fjárlagaliði niður í sambærilegt hlutfall og hjá Dönum og Svíum. 

Þeir fjárlagaliðir sem eru hlutfallslega miklu lægri á Islandi en í Danmörku og Svíþjóð eru háskólar og heilbrigðisþjónusta. Á sama tíma leggjum við hlutfallslega miklu meira til landbúnaðarmála og berum kostnað vegna annarra óhagkvæmra atvinnuvega svo sem fjármálaþjónustu og verslunar.  Alþingi og stjórnmálamenn veita enga forystu til að rétta af þessi hlutföll. 

Einar Stefánsson

læknir og prófessor


mbl.is Væri á kostnað annarra málaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alla mína tíð hef ég nærst af þeirri vitneskju að Ísland hafi verið ofarlega á blaði hvað varðar heilbrigðiskerfið. Er verið að kokka bækurnar?

Ég ætla að vona að fólk sjái í gegnum allan gjörninginn hjá Kára og co. Ég vissi að það lægi eitthvað á bak við gjöfina frá Kára og co. Nefnilega að fá fólk til að fylkja sér á bak við sig í lobbýisma. Hann mun ekki leggja neitt af mörkum í viðleitni til að lækka kostnað ī heilbrigðiskerfinu. Og því miður eru læknarnir sjálfir ekkert fyrir það heldur. Vandamálið er að allt of margir læknar eru ekkert annað en umboðsmenn lyfsala. Ef það vandamál væri rætt til hlítar, væri hægt að spara gríðarlega.

Benni (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband