Sjávarflóð. Þetta er bara byrjunin.

Reykjavíkurborg og sumar nágrannabyggðir skipuleggja byggð niður undir sjávarmál og á uppfyllingum langt út í sjó. Landsbankinn reisir stórhýsi á hafnarbakkanum og hluti byggingarinnar væntanlega undir sjávarmáli.

Á sama tíma lækkar landið á höfuðborgarsvæðinu smám saman og sjávarstaða mun hækka verulega á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Spurningin er bara hvort sjávarstaða hækkar um 1 eða 6 metra á þessari öld. Því má ganga út frá því sem vissu að sjávarflóð í Reykjavík verði meiri og kostnaðarsamari á komandi áratugum.  Hver mun bera kostnaðinn?  Húsbyggjendur eða skipulagsyfirvöld og þar með skattborgarar? 

Minnir þetta ekki dálítið á ófyrirsynju skipulagsyfirvalda á norðanverðu landinu, sem skipulögðu og byggðu heilu hverfin á snjóflóðahættusvæðum? Það hefur kostað skattborgara tugi milljarða, en tjónið á höfuðborgarsvæðinu vegna hækkandi sjávarstöðu verður miklu meira. 

 

Einar Stefánsson


mbl.is „Sjór flýtur um allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband