Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.1.2020 | 12:10
Sjávarflóð. Þetta er bara byrjunin.
Reykjavíkurborg og sumar nágrannabyggðir skipuleggja byggð niður undir sjávarmál og á uppfyllingum langt út í sjó. Landsbankinn reisir stórhýsi á hafnarbakkanum og hluti byggingarinnar væntanlega undir sjávarmáli.
Á sama tíma lækkar landið á höfuðborgarsvæðinu smám saman og sjávarstaða mun hækka verulega á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Spurningin er bara hvort sjávarstaða hækkar um 1 eða 6 metra á þessari öld. Því má ganga út frá því sem vissu að sjávarflóð í Reykjavík verði meiri og kostnaðarsamari á komandi áratugum. Hver mun bera kostnaðinn? Húsbyggjendur eða skipulagsyfirvöld og þar með skattborgarar?
Minnir þetta ekki dálítið á ófyrirsynju skipulagsyfirvalda á norðanverðu landinu, sem skipulögðu og byggðu heilu hverfin á snjóflóðahættusvæðum? Það hefur kostað skattborgara tugi milljarða, en tjónið á höfuðborgarsvæðinu vegna hækkandi sjávarstöðu verður miklu meira.
Einar Stefánsson
Sjór flýtur um allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2019 | 02:33
Sami Bandaríkjaher og bjargaði Evrópu tvisvar
Blessaður presturinn fordæmir Bandaríkjaher, en nær hvorki að fylgja sannleikanum né vera sanngjarn í umfjöllun sinni.
Breski flugherinn leiddi árasína á Dresden þótt Bandaríkjamenn hafi tekið þátt. Bandaríkjaher, sem presturinn fordæmir bjargaði Evrópu þ.á.m. Íslandi undan alræði nasista og kommúnista á 20. öldinni. Bandarísk ungmenni hafa varið frelsi okkar með blóði sínu áratugum saman og skammarlegt af prestinum að svívirða minningu þessarra hermanna.
Japanir og Þjóðverjar hvorir um sig drápu tugi milljóna óbreyttra borgara í seinni heimstyrjöldinni. Japanir hafa aldrei horfst í augu við sína ábyrgð á styrjöldinni. Það er óumdeilt að innrás í Japan 1945-6 hefði kostað milljónir hermanna og borgara lífið og þessar hræðilegu kjarnorkusprengjur (á hernaðarlega mikilvægar borgir) komu í veg fyrir margfalt meira mannfall.
Það má berjast gegn kjarnorkuhernaði án þess að fara með fleipur og ráðast á þann her, sem öllum fremur hefur tryggt okkur frið alla okkar ævi.
Einar Stefánnson, læknir
Allt sami Bandaríkjaher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar