25.1.2016 | 15:55
Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála
Við leggjum lægra HLUTFALL þjóðartekna til heilbrigðismála en Danir og Svíar. Fjárveitingavaldið leggur þannig hlutfallslega minni áherslu á heilbrigðismál, en þessar nágrannaþjóðir okkar. Afleiðingin er lakari heilbrigðiþjónusta en í nágrannalöndunum og hún hefur farið hratt versnandi.
Fjárveitingavaldið leggur hærra hlutfall þjóðartekna til ýmissa annarra kostnaðarliða. Lækkum þá fjárlagaliði niður í sambærilegt hlutfall og hjá Dönum og Svíum.
Þeir fjárlagaliðir sem eru hlutfallslega miklu lægri á Islandi en í Danmörku og Svíþjóð eru háskólar og heilbrigðisþjónusta. Á sama tíma leggjum við hlutfallslega miklu meira til landbúnaðarmála og berum kostnað vegna annarra óhagkvæmra atvinnuvega svo sem fjármálaþjónustu og verslunar. Alþingi og stjórnmálamenn veita enga forystu til að rétta af þessi hlutföll.
Einar Stefánsson
læknir og prófessor
![]() |
Væri á kostnað annarra málaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 25. janúar 2016
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar