Fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu

Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála lýsir best hve mikla áherslu þjóðir leggja á málaflokkinn. Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna.

 

Það er alveg öruggt að fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu. Gömul og úrelt hús og tæki, vöntun á nýjasta tækjabúnaði, skömmtun á nýjustu lyfjunum og sum alls ekki tiltæk. Verkföll, landflótti og óánægja starfsfólks er ekki gæðastimpill á þjónustuna.

 

Það er engin trygging fyrir því að meira fé tryggi betri heilbrigðisþjónustu, en það er alveg öruggt að með áframhaldandi fjársvelti síðust 15 ára mun íslenskt heilbrigðiskerfi halda áfram að versna og falla langt undir staðal nágrannaþjóðanna.  Slíkri hnignun er mjög erfitt að snúa við, jafnvel með miklum fjárútlátum. 


mbl.is Svarar Kára fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2016

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband