7.5.2018 | 22:17
Örninn var aflífaður en ekki svæfður
Það er varasamt að nota jafnalgengt orð og AÐ SVÆFA um það AÐ DREPA. Vissulega er skiljanlegt að sumum þyki þægilegra að nota slíkan orðhengilshátt, t.d. til að draga úr óhugnaði barna yfir verknaðinum. Hættan er hins vegar að merkingin yfirfærist og valdi misskilningi, þegar raunverulega á að svæfa fólk, jafnvel börn. Hvað mun blessuðum börnunum þetta í hug þegar stendur til að svæfa afa eða jafnvel þau sjálf?
Notum tungumálið þannig að það valdi síður misskilningi. Nóg er samt. Það eru til ágæt önnur orð. Örninn var aflífaður. Örninn var drepinn; hann var tekinn af lífi; andaðist o.s. frv.
Þakkir til allra sem reyndu að koma blessari skepnunni til hjálpar.
Einar Stefánsson, læknir
![]() |
Örninn braggaðist ekki og var svæfður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. maí 2018
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar