Hvaða upplýsingar má birta um skóla?

Það er sjálfsagt að birta fjárhagsupplýsingar um einstaka skóla, en hvers vegna má ekki birta upplýsingar um árangur skólanna og nemenda þeirra? Nemendur og foreldrar þurfa upplýsingar til að meta gæði einstakra skóla.
mbl.is Flensborgarskóli verst staddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slíkar upplýsingar liggja fyrir í ágætri skýrslu Jóns Torfa Jónassonar frá 2009 eða svo. Þú getur fengið hana hjá Menningarmálaráðuneytinu. Þar kemur fram, m.a., að gengi manna í háskóla ræðst ekki af framhaldsskólanum sem þeir gengu í heldur af einkunn úr grunnskóla. Og einkunn úr grunnskóla ræðst ekki af skólanum heldur miklu fremur af bakgrunni foreldra. ein stærsta breytan í þessu dæmi er fjöldi bóka á heimili.

En hvað varðar háskólagengið þá liggur fyrir að þegar leiðrétt hefur verið fyrir einkunnum úr grunnskóla er munur framhaldsskólanna afar lítill og á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækur. Þó má sjá örlitla tilhneigingu í þá veru að hafi maður haft 8 eða hærra úr grunnskóla mun honum ganga best í háskóla hafi hann verið í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hafi hann hins vegar verið með undir 8 úr grunnskólanum eru líkur hans bestar komi hann úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

En, munurinn er afar lítill eins og áður sagði.

Meint yfirburðaágæti sumra aldinna bóknámsskóla á höfuðborgarsvæðinu á sér sem sagt ekki innistæðu en ræðst fyrst og fremst af því að þar komast ekki aðrir að en afburðanámsmenn sem, nota bene, eru það áður en þeir koma í skólann. „Virðisauki“ verður hins vegar meiri í hinum skólunum.

Þetta liggur sem sagt fyrir tölfræðilega sannað.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband