10.8.2019 | 02:33
Sami Bandaríkjaher og bjargaði Evrópu tvisvar
Blessaður presturinn fordæmir Bandaríkjaher, en nær hvorki að fylgja sannleikanum né vera sanngjarn í umfjöllun sinni.
Breski flugherinn leiddi árasína á Dresden þótt Bandaríkjamenn hafi tekið þátt. Bandaríkjaher, sem presturinn fordæmir bjargaði Evrópu þ.á.m. Íslandi undan alræði nasista og kommúnista á 20. öldinni. Bandarísk ungmenni hafa varið frelsi okkar með blóði sínu áratugum saman og skammarlegt af prestinum að svívirða minningu þessarra hermanna.
Japanir og Þjóðverjar hvorir um sig drápu tugi milljóna óbreyttra borgara í seinni heimstyrjöldinni. Japanir hafa aldrei horfst í augu við sína ábyrgð á styrjöldinni. Það er óumdeilt að innrás í Japan 1945-6 hefði kostað milljónir hermanna og borgara lífið og þessar hræðilegu kjarnorkusprengjur (á hernaðarlega mikilvægar borgir) komu í veg fyrir margfalt meira mannfall.
Það má berjast gegn kjarnorkuhernaði án þess að fara með fleipur og ráðast á þann her, sem öllum fremur hefur tryggt okkur frið alla okkar ævi.
Einar Stefánnson, læknir
Allt sami Bandaríkjaher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi sami her, er enn að. Bakkaður upp af vopnaframleiðendum endar hans ganga aldrei. Spurning hvor var klikkaðari, Hitler eða ennvirkandi landa og þjóðeyðandi kraftur ameríska draumsins. Kexruglaðra generála, með endalausum stuðningi vopnaframleiðendanna, sem mega ekki vita eina viku friðar, nokkursstaðar í veröld vorri, því þa falla hlutabréfin.
Hver fjárfestir í vopnaframleiðslu og krefst friðar á sama tíma?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2019 kl. 02:48
Reyndar bjargaði Bandaríkjaher ekki Evrópu frá Nasistum. Framlag þeirra til stríðsins gegn Nasistum var minniháttar og fyrst og fremst til að tryggja þeim hlutdeild í herfanginu þegar Sovétmenn höfðu nánast einir brotið þer þýskalands á bak aftur.
Árásirnar á Dresden voru fyrst og fremst dráp á óbreyttum borgurum og höfðu óveruleg áhrif á ganng stríðsins.
Úrslit stríðsins réðust í Stalingrad þar sem Sovétmenn eyddu sjötta her Paulusar og við Prokorovka (Kursk) þar sem brynher Nasista söng sinn svanasöng.
Níu mánuðum eftir Prokorovka hófu Bandaríkjamenn og Bretar þáttöku í stríðinu, þegar öllu var óhætt.
Ef menn vilja þakka einhverjum ættu þeir að fara til Moskvu á 9. maí og minnast þar stríðslokanna með þeim.
Borgþór Jónsson, 10.8.2019 kl. 08:43
Evrõpa var ekki frelsuð af bandaríkjunum heldur rússum. Þeir sem eitthvah þekkja til sögunnar vita það, hinir hafa alla sína þekkingu frã Hollywood og eru jafn heimskir og afglapinn og drullusokkurinn Trump
Bjarni (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 09:55
Írak var líka "frelsað" af þessum sama her.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2019 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.