Sjávarflóð. Þetta er bara byrjunin.

Reykjavíkurborg og sumar nágrannabyggðir skipuleggja byggð niður undir sjávarmál og á uppfyllingum langt út í sjó. Landsbankinn reisir stórhýsi á hafnarbakkanum og hluti byggingarinnar væntanlega undir sjávarmáli.

Á sama tíma lækkar landið á höfuðborgarsvæðinu smám saman og sjávarstaða mun hækka verulega á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Spurningin er bara hvort sjávarstaða hækkar um 1 eða 6 metra á þessari öld. Því má ganga út frá því sem vissu að sjávarflóð í Reykjavík verði meiri og kostnaðarsamari á komandi áratugum.  Hver mun bera kostnaðinn?  Húsbyggjendur eða skipulagsyfirvöld og þar með skattborgarar? 

Minnir þetta ekki dálítið á ófyrirsynju skipulagsyfirvalda á norðanverðu landinu, sem skipulögðu og byggðu heilu hverfin á snjóflóðahættusvæðum? Það hefur kostað skattborgara tugi milljarða, en tjónið á höfuðborgarsvæðinu vegna hækkandi sjávarstöðu verður miklu meira. 

 

Einar Stefánsson


mbl.is „Sjór flýtur um allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband