21.7.2008 | 15:38
Nánar um "Hvít augu"
Frétt Mbl.is um hvít augu geymir sannleikskorn. Það sem átt er við er að ljósop eða sjáaldur augans getur tekið á sig hvítan lit í sumum sjúkdómum. Ljósopið er venjulega svart, en þegar ljósmyndir eru teknar með leifturljósi ("flassi") sést rauð endurspeglun augnbotnsins á myndinni.
Hvítleitt ljósop er sjúkdómsmerki og sérstaklega mikilvægt í börnum. Það sést hjá börnum með ský á augasteini og sömuleiðis getur það sést í meðfæddu krabbameini, retinoblastoma, sem getið er í fyrrnefndri frétt. Í fréttinni er sagt að meðferð hafi komið í veg fyrir að krabbameinið berist milli augna. Þetta er ekki alls kostar rétt. Retinoblastoma getur orðið til í einu eða báðum augum samtímis og jafnvel líka í pineal kirtlinum í heilanum, sem stundum er nefndur þriðja augað. Rétt er, að tímanleg greining og meðferð retinoblastoma getur bjargað bæði sjón og lífi, enda hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð krabbameinsins á liðnum áratugum.
Blaðamenn og lesendur, sem vilja kynna sér rannsóknir um þennan sjúkdóm eða aðra, geta farið á heimasíðu Bandaríska Læknisfræðibókasafnsins <www.pubmed.org> og slegið inn "retinoblastoma" eða "leukocoria" fyrir hvítt ljósop. Þar má t.d. finna nýlega grein eftir Haider og samstarfsmenn í Pakistan, þar sem 60% barna með hvít ljósop voru með ský á augasteini, 11% voru með retinoblastoma í einu auga og 7% í báðum. Færri voru með sjónhimnulos og aðra sjúkdóma í sjónhimnu og glerhlaupi.
Hvít augu hættumerki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir Einar
Þú setur virðulegan blæ á annars slakan fréttastúf. Ég var ekki búinn að fatta að um Retinoblastoma var að ræða. Rb prótínið er annars mjög merkileg sameind, vel varðveitt í lífríkinu og í raun furðulegt að gallar i því valdi svona afmarkaðri svipgerð hjá manninum.
Arnar Pálsson, 21.7.2008 kl. 17:24
Þetta finnst mér frábært. Sá áhugaverða frétt sem ég skoðaði og að fá svo blogg frá einhverjum sem veit hvað hann er að tala um til að fylla upp í eyðurnar er frábært. Takk fyrir þetta.
Sigurgeir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:23
Takk fyrir frábæra útskýringu - mikið vildi ég sjá betri fréttaflutning en það sem oft er boðið upp á !
Áslaug (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:16
wow takk
ég var farin að skoða myndir af mínum syni
Kristín (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:37
Takk fyrir góða viðbót.
Sporðdrekinn, 22.7.2008 kl. 02:14
Takk kærlega fyrir góða (og að mínu mati nauðsynlega) viðbót! :)
Bellatrix (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:19
Takk fyrir þetta. Mjög fróðlegt.
Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 11:59
Kæri Einar
Þakka þér kærlega fyrir nauðsynlega fráttaskýringu. Var búinn að velta fyrir mér hvernig ég ætti að kom á framfæri leiðréttingu á þessari frétt. Á sjálfur son sem greindist með Retinoblastoma árið 2002. Þessi mynd var á filmunni í myndavélinni sem var framkölluð rétt eftir að Óli Gísli fór í aðgerð. Eins og sést hafði hann túllað niður stiga deginum áður en myndin var tekin, sem meðal annars varð til þess að við fórum að velta fyrir okkur hvort hann væri með skerta sjón. Hann missti annað augað og er nú með gerfiauga, kátur og hraustur strákur. Sjá mynd.
Sigurþór Heimisson
Sigurþór Heimisson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.