Lærum af reynslunni

Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem kom okkur hálfa leið inn í Evrópusambandið, stóð flokkurinn gegn fullri inngöngu í  sambandið og upptöku Evru. Þetta var álitamál til skamms tíma. Rökin gegn inngöngu fólust m.a. í því að sjálfstæð peningastefna og eigin mynt gæfi okkur svigrúm til að stýra íslensku efnahagslífi í samræmi við íslenskar efnahagssveiflur. Þessi hugmynd, „sjálfs er höndin hollust", var sannfærandi á sínum tíma og átti m.a. þátt í því að telja undirritaðan á að innganga í ESB væri óskynsamleg. Þessi rök hafa hins vegar tortímst í þeim Ragnarökum, sem við upplifum nú. 

Önnur röksemd gegn inngöngu í ESB var sú að sem rík þjóð myndum við þurfa að greiða miklu meira til sambandsins, en við fengjum til baka. Þetta voru líka sannfærandi rök á sínum tíma, en hafa skyndilega leyst með því að við erum ekki lengur rík þjóð.  

Í ljósi reynslunnar hafa sum veigamestu rök flokksins gegn ESB aðild fallið úr gildi og eftir stendur helst einhver óvissa um fiskimiðin, sem skýrist vart nema í aðildarviðræðum.  Þjóðaratkvæði hlýtur svo að ákveða, hvort viðræður hafi leitt til viðunandi skilyrða til inngöngu í Evrópusambandið.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú heldur að eldri rök með krónu og gegn ESB hafi tortímst. Ég held að svo sé bar alls ekki. Í dag eru nákvæmlega sömu rök fyrir þessu og áður. Rökin voru sveignalegt  hagkerfi og sjálfstjórn á auðlyndum landsins. Ef við værum með evru eða dollar eða gengið fast við þessa stóru gjafmiðla í dag. væri ekki jákvæður mánaðarlegu viðskiptahalli upp á 20%  á boðinu svo mikið er víst og atvinnuleysi væri sennilega á því stigi sem það er innan ESB værum við innan ESB.  Hvort ESB hefði bjargað bökunum er aftur annað mál og kannski líklegt. En þá má líka spyrja hvort ekki sé betra að setja þessa banka í þrot. Og afskrifa sem mest af þeirra skuldum. Það er í raun aðvelt að færa rök fyrir að Ísland hefði í raunverulega orðið gjaldþrota hefði það verið komið í ESB þegar heimskreppan skall á.

Guðmundur Jónsson, 30.11.2008 kl. 13:02

2 identicon

Sæll og þakka þér fyrir athugasemdina.

Ein leið til læra af reynslunni er að spyrja hvað hefði gerst ef við hefðum gengið í ESB t.d. fyrir 5-10 árum og notuðum evruna sem mynt. Í fyrsta lagi hefðu peningalega eignir okkar ekki minnkað um helming með falli gjaldmiðilsins og hálf þjóðin og fyrirtækin væru ekki á hausnum vegna misgengis lána og tekna. Bankarnir hefðu a.m.k. ekki farið jafn brátt á höfuðið, þótt þeim hafi nú kannski ekki verið við bjargandi til lengri tíma litið. Megnið af því tjóni sem borgarar landsins eru að verða fyrir kemur gegnum krónuna. Skuldir einkaaðila við útlönd koma okkur ekkert við, en þessar skuldir hafa fellt krónuna um helming með margvíslegum illum afleiðingum fyrir landsmenn.

Hvað varðar atvinnuleysið, er nú minna atvinnuleysi í Danmörku en á  Íslandi, svo dæmi sé tekið. 

Þeir sem muna verðbólguárin skilja fyllilega hve mikilvægur stöðugleiki er í efnahagslífi og peningamálum. Það er útséð um að krónan getur aldrei veitt stöðugleika, hvorki hingað til né héðan í frá. 

Bestu kveðjur, Einar 

Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband