Er rúm fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokki?

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið einarða afstöðu gegn Evrópusambandsaðild og mun greinilega beita sér af alefli gegn aðild á komandi árum. Á hinn bóginn er ljóst, að stór hluti Sjálfstæðismanna er hlynntur Evrópusambandsaðild, að vissum skilyrðum umfylltum. Hvað eiga þessir Sjálfstæðismenn að gera, ef Flokkurinn verður alger eintrjáningur í málinu?

 Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að hafa einhverja framtíðarsýn um endurreisn þjóðarinnar, efnahagslega og í samfélagi þjóðanna. Það dugir ekki að vera bara á móti. Gegnum áratugina hefur Flokkurinn leitt íslensk utanríkismál, t.d. með inngöngu í EFTA, EES og NATO og í hvert sinn gegn hatrammri andstöðu þjóðernis- og afturhaldsinna. Það er hörmulegt að sjá þingflokkinn skipa sér í síðarnefnda hlutverkið.


mbl.is Staða Þorgerðar Katrínar veikist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Held að flokkurinn muni klofna fljótlega. Það er góðu heilli enþá fólk innan hans sem vill fá að hugsa sjálfstætt..

hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mæltu manna heilastur.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.7.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sammála hverju orði. Það var dapurlegt að sjá hvernig þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kaus í þessu máli. Það er eins og þingflokkurinn geri sér ekki grein fyrir að innan Sjálfstæðisflokksins er stór hópur einstaklinga sem vill láta reyna á aðildarviðræður. Vill þingflokkurinn flæma þennan hóp á brott?

Dögg Pálsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:22

4 identicon

Það er eitt sem mér fynst vanta soldið í þessa umræðu er að það var ekki verið að kjósa um sjálfa inngönguna í ESB. Ef verið væri að tala um ingönguna sjálfa að þá mundi ég skilja það að fólk væri mjög heitt í hamsi (á báða bóga). Nú er bara verið að tala um aðildarviðræður, umsókn og samningaviðræður í kjölfarið. Við vitum ekki hvað pakkin verði góður eða hversu slæmur fyrr en þessar viðræður hafa farið framm. Persónulega fynst mér að sitja hjá við umsókn um aðildarviðræður ekki vera stórmál (þó sumum andstæðingum sé mjög heitt í hamsi). Eg er ekki sérstakur evrópusinni, tel jafnvel að það henti okkur ekki. Hins vegar fynst mér fáránlegt að mega ekki skoða í pakkan og sjá hvað er verður í honum. Eftir að það er komið í ljós að þá fyrst er komin ástæða til að berjast með eða á móti aðild og þá fyrst er komið tilefni til að mönnum sé heitt í hamsi. Að kalla núna fólk ýmsum ljótum nöfnum og saka um stórglæpi gegn Íslensku þjóðinni fynst mér langt í að vera eðlilegt núna. Síðan má kanski velta upp annarri hlið á málinu. Sumir þeir sem mest hrópa á móti ESB hafa kanski verið í þá aðstöðu að geta "leikið sér með fjármuni þjóðarinnar" og eru hræddir um að missa það. Það gæti verið að það yrði erfiðara að "leika sér" eftir inngöngu (þetta er bara hugdetta og sett fram án ábyrgðar). En allavega fynst mér rétt að þegar samningar eru tilbúnir að þá eiga menn að leggjast yfir þá samninga og skoða þá vandlega og taka afstöðu ÞÁ, ekki núna þegar við vitum EKKERT hvað við fáum. Núna þykjast menn vera skiggnir og vita fyrirfram hvað við fáum. Bíðum eftir niðurstöðu og kjósum svo.

 Kjarri. 

Kjarri (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband