9.1.2020 | 12:10
Sjávarflóð. Þetta er bara byrjunin.
Reykjavíkurborg og sumar nágrannabyggðir skipuleggja byggð niður undir sjávarmál og á uppfyllingum langt út í sjó. Landsbankinn reisir stórhýsi á hafnarbakkanum og hluti byggingarinnar væntanlega undir sjávarmáli.
Á sama tíma lækkar landið á höfuðborgarsvæðinu smám saman og sjávarstaða mun hækka verulega á næstu áratugum vegna hlýnunar jarðar. Spurningin er bara hvort sjávarstaða hækkar um 1 eða 6 metra á þessari öld. Því má ganga út frá því sem vissu að sjávarflóð í Reykjavík verði meiri og kostnaðarsamari á komandi áratugum. Hver mun bera kostnaðinn? Húsbyggjendur eða skipulagsyfirvöld og þar með skattborgarar?
Minnir þetta ekki dálítið á ófyrirsynju skipulagsyfirvalda á norðanverðu landinu, sem skipulögðu og byggðu heilu hverfin á snjóflóðahættusvæðum? Það hefur kostað skattborgara tugi milljarða, en tjónið á höfuðborgarsvæðinu vegna hækkandi sjávarstöðu verður miklu meira.
Einar Stefánsson
Sjór flýtur um allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2019 | 02:33
Sami Bandaríkjaher og bjargaði Evrópu tvisvar
Blessaður presturinn fordæmir Bandaríkjaher, en nær hvorki að fylgja sannleikanum né vera sanngjarn í umfjöllun sinni.
Breski flugherinn leiddi árasína á Dresden þótt Bandaríkjamenn hafi tekið þátt. Bandaríkjaher, sem presturinn fordæmir bjargaði Evrópu þ.á.m. Íslandi undan alræði nasista og kommúnista á 20. öldinni. Bandarísk ungmenni hafa varið frelsi okkar með blóði sínu áratugum saman og skammarlegt af prestinum að svívirða minningu þessarra hermanna.
Japanir og Þjóðverjar hvorir um sig drápu tugi milljóna óbreyttra borgara í seinni heimstyrjöldinni. Japanir hafa aldrei horfst í augu við sína ábyrgð á styrjöldinni. Það er óumdeilt að innrás í Japan 1945-6 hefði kostað milljónir hermanna og borgara lífið og þessar hræðilegu kjarnorkusprengjur (á hernaðarlega mikilvægar borgir) komu í veg fyrir margfalt meira mannfall.
Það má berjast gegn kjarnorkuhernaði án þess að fara með fleipur og ráðast á þann her, sem öllum fremur hefur tryggt okkur frið alla okkar ævi.
Einar Stefánnson, læknir
Allt sami Bandaríkjaher | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2019 | 15:06
Langtimaminni um Vaðlaheiðargöng
Nu þurfa fjölmiðlar að rifja upp varnaðarorð serfræðinga um göngin undir Vaðlaheiði
og fullyrðingar þingmanna sem knuðu malið i gegn
Fjölmiðlum ber skylda til að lata svona umræðu og akvarðanir ekki gleymast heldur lata menn sæta politiskri abyrgð.
Einar Stefansson
Tekjur af göngunum undir áætlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2019 | 10:25
Skipulagður umferðarhnutur
Skipulagsyfirvöld keppast við að troða storum stofnunum niður vestarlega a nesinu i gömlu Reykjavik. 2/3 ibua höfuðborgarsvæðisins bua austan og sunnan við þetta svæði og alltof margir þurfa að sækja vinnu og skola i gömlu Reykjavik. A sama tima hafa borgaryfirvöld markvisst vanrækt samgönguæðar og ekki einu sinni nennt að stilla umferðarljosin almennilega. Umferðarhnutarnir i kringum Haskolann i Reykjavik og Landspitalann eru sjalfskaparviti og afleiðing einstrengingsfullrar stefnu borgaryfirvalda. Skipulagsyfirvöld eru að kosta ibuana klukkustundir a dag i umferðarhnutum, aukna umferðarmengun og skaða aðgengi þeirra stofnana sem troðið er i miðbæinn.
Vatnsmýrin mikið vandræðasvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2018 | 17:17
MAKALAUS fækkun fæðinga
7.5.2018 | 22:17
Örninn var aflífaður en ekki svæfður
Það er varasamt að nota jafnalgengt orð og AÐ SVÆFA um það AÐ DREPA. Vissulega er skiljanlegt að sumum þyki þægilegra að nota slíkan orðhengilshátt, t.d. til að draga úr óhugnaði barna yfir verknaðinum. Hættan er hins vegar að merkingin yfirfærist og valdi misskilningi, þegar raunverulega á að svæfa fólk, jafnvel börn. Hvað mun blessuðum börnunum þetta í hug þegar stendur til að svæfa afa eða jafnvel þau sjálf?
Notum tungumálið þannig að það valdi síður misskilningi. Nóg er samt. Það eru til ágæt önnur orð. Örninn var aflífaður. Örninn var drepinn; hann var tekinn af lífi; andaðist o.s. frv.
Þakkir til allra sem reyndu að koma blessari skepnunni til hjálpar.
Einar Stefánsson, læknir
Örninn braggaðist ekki og var svæfður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2018 | 04:51
Aðferðafræði i mennta rannsóknum
I greininni koma fram alls konar alhæfingar sem byggja a viðtölum við einungis 4 unglinga.
Það er óhugsandi að svo smátt úrtak geti gefið nokkra heildarmynd. Alhæfingar sem byggjast a svokölluðum eigindlegum rannsóknum standast ekki.
Þetta er því miður eitt margra dæma um aðferðafræðilega galla a rannsóknum i menntavísindum og félagsvísindum við íslenska háskóla.
Spyrja má hvort slík aðferðafræði eigi einhverja sök a slökum árangri grunnskólans.
Hvenær æfum við íþróttir of mikið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2017 | 14:31
Að neita fólki um lyf vegna vanfjármögnunar heilbrigðisþjonustu
Þetta er munurinn a 9 og 11 prósentum þjóðarútgjalda til heilbrigðismála.
Ef við veittum ámóta hlutfalli þjóðartekna til heilbrigðismála og nálægar þjóðir, þá gætum við veitt sjúklingum nýjustu og bestu lyfin.
Eina vonin sem hann hefur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2016 | 23:23
Skattar á bensín hærri en á díselolíu.
Þessi misskilningur leiddi til hærri skatta á bensín en díselolíu á Íslandi. Þetta ætti að leiðrétta enda byggt á röngum forstendum.
Evrópusambandið hvatti til mengandi bílaframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2016 | 15:29
Verndum Casa Christi
Reisulegt hús, sem var hannað og reist af einum fremsta byggingarmeistara síns tíma, Einari Einarsyni. Einar reisti fjölda stórhýsa í Reykjavík og brýr út um allt land, enda oft kallaður Einar brúarsmiður. Húsið hýsti umfangsmikla starfssemi KFUM og síðan Menntaskólans í Reykjavík. Cospur Christi geymir mikla sögu og mikinn anda og er hluti af íslenskri byggingarsögu.
Húsið er friðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar