27.1.2016 | 14:49
Fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu
Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála lýsir best hve mikla áherslu þjóðir leggja á málaflokkinn. Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna.
Það er alveg öruggt að fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu. Gömul og úrelt hús og tæki, vöntun á nýjasta tækjabúnaði, skömmtun á nýjustu lyfjunum og sum alls ekki tiltæk. Verkföll, landflótti og óánægja starfsfólks er ekki gæðastimpill á þjónustuna.
Það er engin trygging fyrir því að meira fé tryggi betri heilbrigðisþjónustu, en það er alveg öruggt að með áframhaldandi fjársvelti síðust 15 ára mun íslenskt heilbrigðiskerfi halda áfram að versna og falla langt undir staðal nágrannaþjóðanna. Slíkri hnignun er mjög erfitt að snúa við, jafnvel með miklum fjárútlátum.
![]() |
Svarar Kára fullum hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2016 | 15:55
Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála
Við leggjum lægra HLUTFALL þjóðartekna til heilbrigðismála en Danir og Svíar. Fjárveitingavaldið leggur þannig hlutfallslega minni áherslu á heilbrigðismál, en þessar nágrannaþjóðir okkar. Afleiðingin er lakari heilbrigðiþjónusta en í nágrannalöndunum og hún hefur farið hratt versnandi.
Fjárveitingavaldið leggur hærra hlutfall þjóðartekna til ýmissa annarra kostnaðarliða. Lækkum þá fjárlagaliði niður í sambærilegt hlutfall og hjá Dönum og Svíum.
Þeir fjárlagaliðir sem eru hlutfallslega miklu lægri á Islandi en í Danmörku og Svíþjóð eru háskólar og heilbrigðisþjónusta. Á sama tíma leggjum við hlutfallslega miklu meira til landbúnaðarmála og berum kostnað vegna annarra óhagkvæmra atvinnuvega svo sem fjármálaþjónustu og verslunar. Alþingi og stjórnmálamenn veita enga forystu til að rétta af þessi hlutföll.
Einar Stefánsson
læknir og prófessor
![]() |
Væri á kostnað annarra málaflokka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2015 | 11:45
Gyðingahatur í Evrópu
Það er skelfilegt að sjá gyðingahatur aukast aftur í Evrópu. Gyðingar drepnir í Danmörku, Frakklandi, Belgíu og víðar. Gyðingar eru byrjaðir að flýja álfuna. Gott fólk verður að forðast að ýta undir þau öfl, sem leiða andófið gegn gyðingum og ríki þeirra.
15.2.2015 | 11:40
Gyðingahatur í Evrópu
Það er skelfilegt að sjá gyðingahatur aukast aftur í Evrópu. Gyðingar drepnir í Danmörku, Frakklandi, Belgíu og víðar. Gyðingar eru byrjaðir að flýja álfuna. Gott fólk þarf að forðast að ýta undir þau öfl, sem leiða hatursherferð gegn gyðingum og ríki þeirra.
![]() |
Hvetur gyðinga til að flytja til Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2015 | 09:25
Rafstrengur til Bretlands
Eru Íslendingar að missa af tækifæri til verðmætasköpunar og að selja raforku á heimsmarkaðsverði? Hví eru íslensk stjórnvöld ekki að vinna að lagningu rafstrengs til Evrópu?
Kostirnir virðast ótvíræðir: hærra verð fyrir innlenda raforku og aukið öryggi í raforkumálum.
![]() |
Nálægt samkomulagi um sæstreng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2014 | 11:40
200 milljónir til Akureyrar
Ef Ríkissjóður á 200 milljónir til að styrkja byggð á Akureyri, setjum það í Sjúkrahúsið á Akureyri. Þessa peninga ættu að nýta til styrkja sjúkrahúsið frekar en að veikja Fiskistofu.
![]() |
Engin viðbrögð frá Sigurði Inga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2014 | 20:09
Strætó á Keflavíkurflugvöll
![]() |
Afþakkar tekjur af auglýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2014 | 15:15
Veiðum hval hvað sem það kostar
![]() |
Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2014 | 00:02
Hvaða upplýsingar má birta um skóla?
![]() |
Flensborgarskóli verst staddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2013 | 01:00
þetta samband sannar lítið
![]() |
Er langlífi ættgengt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar