Veiđum hval hvađ sem ţađ kostar

Ţađ má varla á milli sjá hvort sjónarhorniđ er öfgafyllra. Annars vegar ţeir sem líta á hvalinn sem heilaga kú, sem hvergi má snerta. Hins vegar Íslendingar, sem vilja veiđa hval hvađ sem ţađ kostar og jafnvel ţó ţađ kosti ţjóđarbúiđ meira en ţađ skilar. 
mbl.is Herferđ gegn hvalveiđum Íslendinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađa upplýsingar má birta um skóla?

Ţađ er sjálfsagt ađ birta fjárhagsupplýsingar um einstaka skóla, en hvers vegna má ekki birta upplýsingar um árangur skólanna og nemenda ţeirra? Nemendur og foreldrar ţurfa upplýsingar til ađ meta gćđi einstakra skóla.
mbl.is Flensborgarskóli verst staddur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ţetta samband sannar lítiđ

Rúmlega tíundi hver er varla regla. 41 af 47 áttu ekki systkini sem urđu svo gömul.
mbl.is Er langlífi ćttgengt?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fulltrúar bćnda fara í manninn

Fulltrúar bćnda bregđast viđ gagnrýni međ ţví ađ ráđast persónulega á gagnrýnandann og ţá stofnun, sem hann starfar fyrir.  Stórmannlegra vćri ađ bregđast málefnalega viđ.

Ţví miđur er málstađur bćnda erfiđur. Íslenskur landbúnađur nýtur meiri ríkisstyrkja en tíđkast međal flestra ţjóđa, ţ.á.m. Evrópusambandsţjóđa.  Íslenskir neytendur búa viđ skert viđskiptafrelsi og eitt hćsta matarverđ í heimi.  Ţađ er löngu tímbćrt ađ endurskođa íslenskan landbúnađ, sem skerđir kjör neytenda í landinu og veitir bćndum léleg kjör, ađ sögn.

 

Einar Stefánsson


mbl.is Ţórólfur: Dćmir sig sjálft
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hornhimnulinsa

Ţessi kona var blind vegna sjúkdóms, Stevens Johnson heilkennis, sem gerđi hornhimnu augans ógegnsćja. Hornhimnan er glćri "glugginn" fremst á auganu, og gengur einnig undir heitinu "glćra". Nokkrar ađferđir eru til ađ festa gervilinsu í hornhimnuna í tilfellum sem ţessum og er einni slíkri ađferđ lýst í fréttinni.  Linsan er fest í hornhimnu augans, en ekki í augnbotninn, eins og ranglega segir í fréttinni. Augnbotninn er aftast í auganu, en hornhimnan fremst eins og vel má sjá á mynd sem fylgir fréttinni.

Hefđbundin hornhimnuflutningur er oft notađur til ađ veita sjón ţeim sem eru blindir vegna ógegnsćrrar hornhimnu. Hornhimnuflutningar hafa veriđ stundađir á Íslandi í nćr 30 ár og voru fyrstu og lengst af einu líffćraígrćđslur á Íslandi. Slík ađgerđ dugar hins vegar oft illa í Stevens Johnson heilkenni og er ţá stundum gripiđ til gervi-hornhimnulinsa.

Wikipedia er međ ágćta síđu um "Stevens Johnson syndrome" og má finna hana á Google.

 Einar Stefánsson


mbl.is Grćddu tönn í auga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar.

Tillitsleysi Alţjóđafrjálsíţróttasambandsins í máli ţessarar 18 ára stúlku er hörmulegt. Lćknisrannsókn sem slík getur átt rétt á sér, en á ađ fara fram í kyrrţey, til ađ valda viđkomandi íţróttamanni ekki hugarangri og smán.

Einar Stefánsson


mbl.is IAAF stendur ráđţrota frammi fyrir máli Semenya
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rangar áherslur í grunnskóla?

Slakur árangur Íslendinga í samanburđi viđ erlend grunnskólabörn er stađfestur enn á ný í nýrri PISA skýrslu. Hvađ veldur? Eru Íslendingar svona vitlausir eđa er menntakerfiđ ađ bregđast?

Á síđustu 40 árum hefur grunnskólakennsla aukist mikiđ, skóladagurinn veriđ lengdur, skólaáriđ lengt og skólaárum fjölgađ. Starfsmönnum skólanna hefur fjölgađ og stođţjónusta og sérdeildir hafa veriđ stofnađar. Íslendingar voru til skamms tíma međ ein hćstu framlög til grunnskóla í alţjóđlegum samanburđi.

Á sama tíma hafa áherslur grunnskólans breyst. Meiri áhersla virđist lögđ á uppeldishlutverk skólanna og minni á menntamál í ţröngri merkingu ţess orđs. Kennaramenntun leggur megináherslu á kennslu- og uppeldisfrćđi, en síđur á kennslufögin sjálf, og kemur ţetta sérstaklega niđur á raungreinum. 

 Spyrja má hvort stefnan í grunnskólamálum og kennaramenntun hafi leitt okkur á ranga braut, ţar sem árangur er slakur í alţjóđlegum samanburđi, ţrátt fyrir mikinn tilkostnađ, tíma og mannafla. Niđurstöđur PISA rannsókna síđustu ára kalla á endurskođun íslenska grunnskólans og kennaramenntunar í landinu.


mbl.is Ísland undir međaltali OECD
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er rúm fyrir Evrópusinna í Sjálfstćđisflokki?

Ţingflokkur Sjálfstćđisflokksins hefur tekiđ einarđa afstöđu gegn Evrópusambandsađild og mun greinilega beita sér af alefli gegn ađild á komandi árum. Á hinn bóginn er ljóst, ađ stór hluti Sjálfstćđismanna er hlynntur Evrópusambandsađild, ađ vissum skilyrđum umfylltum. Hvađ eiga ţessir Sjálfstćđismenn ađ gera, ef Flokkurinn verđur alger eintrjáningur í málinu?

 Forysta Sjálfstćđisflokksins verđur ađ hafa einhverja framtíđarsýn um endurreisn ţjóđarinnar, efnahagslega og í samfélagi ţjóđanna. Ţađ dugir ekki ađ vera bara á móti. Gegnum áratugina hefur Flokkurinn leitt íslensk utanríkismál, t.d. međ inngöngu í EFTA, EES og NATO og í hvert sinn gegn hatrammri andstöđu ţjóđernis- og afturhaldsinna. Ţađ er hörmulegt ađ sjá ţingflokkinn skipa sér í síđarnefnda hlutverkiđ.


mbl.is Stađa Ţorgerđar Katrínar veikist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundarréttur og einkaleyfi

Hugverkaréttur listamanna er verndađur međ höfundarrétti til 70 ára eđa lengur, en hugverkaréttur raunvísinda- og uppfinningamanna ađeins til u.ţ.b. 20 ára međ einkaleyfum. Ţetta er illskiljanlegt misrćmi.

Einar Stefánsson


mbl.is Höfundarréttur laga verđur 70 ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lćrum af reynslunni

Enda ţótt Sjálfstćđisflokkurinn hafi stađiđ ađ samningnum um Evrópska efnahagssvćđiđ, sem kom okkur hálfa leiđ inn í Evrópusambandiđ, stóđ flokkurinn gegn fullri inngöngu í  sambandiđ og upptöku Evru. Ţetta var álitamál til skamms tíma. Rökin gegn inngöngu fólust m.a. í ţví ađ sjálfstćđ peningastefna og eigin mynt gćfi okkur svigrúm til ađ stýra íslensku efnahagslífi í samrćmi viđ íslenskar efnahagssveiflur. Ţessi hugmynd, „sjálfs er höndin hollust", var sannfćrandi á sínum tíma og átti m.a. ţátt í ţví ađ telja undirritađan á ađ innganga í ESB vćri óskynsamleg. Ţessi rök hafa hins vegar tortímst í ţeim Ragnarökum, sem viđ upplifum nú. 

Önnur röksemd gegn inngöngu í ESB var sú ađ sem rík ţjóđ myndum viđ ţurfa ađ greiđa miklu meira til sambandsins, en viđ fengjum til baka. Ţetta voru líka sannfćrandi rök á sínum tíma, en hafa skyndilega leyst međ ţví ađ viđ erum ekki lengur rík ţjóđ.  

Í ljósi reynslunnar hafa sum veigamestu rök flokksins gegn ESB ađild falliđ úr gildi og eftir stendur helst einhver óvissa um fiskimiđin, sem skýrist vart nema í ađildarviđrćđum.  Ţjóđaratkvćđi hlýtur svo ađ ákveđa, hvort viđrćđur hafi leitt til viđunandi skilyrđa til inngöngu í Evrópusambandiđ.


mbl.is
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlćknir og prófessor í augnlćkningum
Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 4255

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband