Færsluflokkur: Bílar og akstur

Langtimaminni um Vaðlaheiðargöng

Nu þurfa fjölmiðlar að rifja upp varnaðarorð serfræðinga um göngin undir Vaðlaheiði

og fullyrðingar þingmanna sem knuðu malið i gegn 

 

Fjölmiðlum ber skylda til að lata svona umræðu og akvarðanir ekki gleymast heldur lata menn sæta politiskri abyrgð. 

 

Einar Stefansson


mbl.is Tekjur af göngunum undir áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagður umferðarhnutur

Skipulagsyfirvöld keppast við að troða storum stofnunum niður vestarlega a nesinu i gömlu Reykjavik. 2/3 ibua höfuðborgarsvæðisins bua austan og sunnan við þetta svæði og alltof margir þurfa að sækja vinnu og skola i gömlu Reykjavik. A sama tima hafa borgaryfirvöld markvisst vanrækt samgönguæðar og ekki einu sinni nennt að stilla umferðarljosin almennilega. Umferðarhnutarnir i kringum Haskolann i Reykjavik og Landspitalann eru sjalfskaparviti og afleiðing einstrengingsfullrar stefnu borgaryfirvalda. Skipulagsyfirvöld eru að kosta ibuana klukkustundir a dag i umferðarhnutum, aukna umferðarmengun og skaða aðgengi þeirra stofnana sem troðið er i miðbæinn. 


mbl.is Vatnsmýrin mikið vandræðasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örninn var aflífaður en ekki svæfður

Það er varasamt að nota jafnalgengt orð og AÐ SVÆFA um það AÐ DREPA. Vissulega er skiljanlegt að sumum þyki þægilegra að nota slíkan orðhengilshátt, t.d. til að draga úr óhugnaði barna yfir verknaðinum. Hættan er hins vegar að merkingin yfirfærist og valdi misskilningi, þegar raunverulega á að svæfa fólk, jafnvel börn.  Hvað mun blessuðum börnunum þetta í hug þegar stendur til að svæfa afa eða jafnvel þau sjálf?

Notum tungumálið þannig að það valdi síður misskilningi. Nóg er samt.  Það eru til ágæt önnur orð.  Örninn var aflífaður.  Örninn var drepinn; hann var tekinn af lífi; andaðist o.s. frv.

Þakkir til allra sem reyndu að koma blessari skepnunni til hjálpar.

 

Einar Stefánsson, læknir


mbl.is Örninn braggaðist ekki og var svæfður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðferðafræði i mennta rannsóknum

I greininni koma fram alls konar alhæfingar sem byggja a viðtölum við einungis 4 unglinga.  

Það er óhugsandi að svo smátt úrtak geti gefið nokkra heildarmynd. Alhæfingar sem byggjast a svokölluðum eigindlegum rannsóknum standast ekki. 

Þetta er því miður eitt margra dæma um aðferðafræðilega galla a rannsóknum i menntavísindum og félagsvísindum við íslenska háskóla. 

Spyrja má hvort slík aðferðafræði eigi einhverja sök a slökum árangri grunnskólans. 


mbl.is Hvenær æfum við íþróttir of mikið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að neita fólki um lyf vegna vanfjármögnunar heilbrigðisþjonustu

Þetta er munurinn a 9 og 11 prósentum þjóðarútgjalda til heilbrigðismála. 

Ef við veittum ámóta hlutfalli þjóðartekna til heilbrigðismála og nálægar þjóðir, þá gætum við veitt sjúklingum nýjustu og bestu lyfin. 


mbl.is „Eina vonin sem hann hefur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar á bensín hærri en á díselolíu.

Þessi misskilningur leiddi til hærri skatta á bensín en díselolíu á Íslandi. Þetta ætti að leiðrétta enda byggt á röngum forstendum. 


mbl.is Evrópusambandið „hvatti til“ mengandi bílaframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndum Casa Christi

Reisulegt hús, sem var hannað og reist af einum fremsta byggingarmeistara síns tíma, Einari Einarsyni. Einar reisti fjölda stórhýsa í Reykjavík og brýr út um allt land, enda oft kallaður Einar brúarsmiður.  Húsið hýsti umfangsmikla starfssemi KFUM og síðan Menntaskólans í Reykjavík. Cospur Christi geymir mikla sögu og mikinn anda og er hluti af íslenskri byggingarsögu.


mbl.is „Húsið er friðað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu

Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála lýsir best hve mikla áherslu þjóðir leggja á málaflokkinn. Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna.

 

Það er alveg öruggt að fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu. Gömul og úrelt hús og tæki, vöntun á nýjasta tækjabúnaði, skömmtun á nýjustu lyfjunum og sum alls ekki tiltæk. Verkföll, landflótti og óánægja starfsfólks er ekki gæðastimpill á þjónustuna.

 

Það er engin trygging fyrir því að meira fé tryggi betri heilbrigðisþjónustu, en það er alveg öruggt að með áframhaldandi fjársvelti síðust 15 ára mun íslenskt heilbrigðiskerfi halda áfram að versna og falla langt undir staðal nágrannaþjóðanna.  Slíkri hnignun er mjög erfitt að snúa við, jafnvel með miklum fjárútlátum. 


mbl.is Svarar Kára fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála

Við leggjum lægra HLUTFALL þjóðartekna til heilbrigðismála en Danir og Svíar. Fjárveitingavaldið leggur þannig hlutfallslega minni áherslu á heilbrigðismál, en þessar nágrannaþjóðir okkar. Afleiðingin er lakari heilbrigðiþjónusta en í nágrannalöndunum og hún hefur farið hratt versnandi. 

Fjárveitingavaldið leggur hærra hlutfall þjóðartekna til ýmissa annarra kostnaðarliða. Lækkum þá fjárlagaliði niður í sambærilegt hlutfall og hjá Dönum og Svíum. 

Þeir fjárlagaliðir sem eru hlutfallslega miklu lægri á Islandi en í Danmörku og Svíþjóð eru háskólar og heilbrigðisþjónusta. Á sama tíma leggjum við hlutfallslega miklu meira til landbúnaðarmála og berum kostnað vegna annarra óhagkvæmra atvinnuvega svo sem fjármálaþjónustu og verslunar.  Alþingi og stjórnmálamenn veita enga forystu til að rétta af þessi hlutföll. 

Einar Stefánsson

læknir og prófessor


mbl.is Væri á kostnað annarra málaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband