23.11.2008 | 00:46
Aniridia - Vanþroski lithimnu augans
Það er skemmtileg tilviljun að nóvemberblað Acta Ophthalmologica, alþjóðlegs augnlæknatímarits með ritstjórnarskrifstofur í Reykjavík, birtir 4 vísindagreinar og ritstjórnargrein um vanþroska á lithimnu augans, aniridia. Þessar greinar má nálgast á <www.pubmed.org> og slá inn leitarorðinu "aniridia" eða "acta ophthalmologica and aniridia".
Aniridia finnst í einum af hverjum 72000 einstaklingum í Skandínavíu. Sjúkdómurinn á rætur í galla í erfðaefni og getur lagst á ýmsa hluta augans, en er mest áberandi að því leyti að lithimnu augans vantar. Meðferð er yfirleitt erfið og árangur takmarkaður.
Í fljótu bragði finnst ekki ritrýnd greinargerð í vísindatímariti um fréttina í Mbl.is. Það vekur efasemdir, ef vísindalegar niðurstöður eru birtar í dagblöðum en ekki vísindaritum, þar sem sannleikur frásagnarinnar er rannsakaður. Blaðamenn og almenningur geta leitað að ritrýndum greinum vísindatímarita í læknisfræði á <www.pubmed.is> og greint þannig á milli flugufregna og staðfestra vísindarannsókna.
Getur séð liti í fyrsta skipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað með keilurnar ??? er hægt að gera ígræðslu þar??? Kv
(IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.