18.8.2009 | 14:48
Rangar áherslur í grunnskóla?
Slakur árangur Íslendinga í samanburði við erlend grunnskólabörn er staðfestur enn á ný í nýrri PISA skýrslu. Hvað veldur? Eru Íslendingar svona vitlausir eða er menntakerfið að bregðast?
Á síðustu 40 árum hefur grunnskólakennsla aukist mikið, skóladagurinn verið lengdur, skólaárið lengt og skólaárum fjölgað. Starfsmönnum skólanna hefur fjölgað og stoðþjónusta og sérdeildir hafa verið stofnaðar. Íslendingar voru til skamms tíma með ein hæstu framlög til grunnskóla í alþjóðlegum samanburði.
Á sama tíma hafa áherslur grunnskólans breyst. Meiri áhersla virðist lögð á uppeldishlutverk skólanna og minni á menntamál í þröngri merkingu þess orðs. Kennaramenntun leggur megináherslu á kennslu- og uppeldisfræði, en síður á kennslufögin sjálf, og kemur þetta sérstaklega niður á raungreinum.
Spyrja má hvort stefnan í grunnskólamálum og kennaramenntun hafi leitt okkur á ranga braut, þar sem árangur er slakur í alþjóðlegum samanburði, þrátt fyrir mikinn tilkostnað, tíma og mannafla. Niðurstöður PISA rannsókna síðustu ára kalla á endurskoðun íslenska grunnskólans og kennaramenntunar í landinu.
Ísland undir meðaltali OECD | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þetta ekki bara afleiðingar vinnubragða kvenna?
Björn I (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.