19.9.2009 | 13:17
Hornhimnulinsa
Þessi kona var blind vegna sjúkdóms, Stevens Johnson heilkennis, sem gerði hornhimnu augans ógegnsæja. Hornhimnan er glæri "glugginn" fremst á auganu, og gengur einnig undir heitinu "glæra". Nokkrar aðferðir eru til að festa gervilinsu í hornhimnuna í tilfellum sem þessum og er einni slíkri aðferð lýst í fréttinni. Linsan er fest í hornhimnu augans, en ekki í augnbotninn, eins og ranglega segir í fréttinni. Augnbotninn er aftast í auganu, en hornhimnan fremst eins og vel má sjá á mynd sem fylgir fréttinni.
Hefðbundin hornhimnuflutningur er oft notaður til að veita sjón þeim sem eru blindir vegna ógegnsærrar hornhimnu. Hornhimnuflutningar hafa verið stundaðir á Íslandi í nær 30 ár og voru fyrstu og lengst af einu líffæraígræðslur á Íslandi. Slík aðgerð dugar hins vegar oft illa í Stevens Johnson heilkenni og er þá stundum gripið til gervi-hornhimnulinsa.
Wikipedia er með ágæta síðu um "Stevens Johnson syndrome" og má finna hana á Google.
Einar Stefánsson
Græddu tönn í auga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Einar Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.