Fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu

Hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála lýsir best hve mikla áherslu þjóðir leggja á málaflokkinn. Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna.

 

Það er alveg öruggt að fjársvelt heilbrigðiskerfi veitir lélega þjónustu. Gömul og úrelt hús og tæki, vöntun á nýjasta tækjabúnaði, skömmtun á nýjustu lyfjunum og sum alls ekki tiltæk. Verkföll, landflótti og óánægja starfsfólks er ekki gæðastimpill á þjónustuna.

 

Það er engin trygging fyrir því að meira fé tryggi betri heilbrigðisþjónustu, en það er alveg öruggt að með áframhaldandi fjársvelti síðust 15 ára mun íslenskt heilbrigðiskerfi halda áfram að versna og falla langt undir staðal nágrannaþjóðanna.  Slíkri hnignun er mjög erfitt að snúa við, jafnvel með miklum fjárútlátum. 


mbl.is Svarar Kára fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fossetisrassherra er alltaf óánægður með "umræðuna". Segir að þessu sinni að hún þurfi að vera yfirveguð. Margur hefur áhyggjur af því að umræðan sé ekki nógu yfirveguð. Textinn SDG staðfesta þær áhyggjur, enda stenst hann eigi freistinguna að uppnefna fólk (semsagt Kára) og reyna að vera sniðugur á hans kostnað. Já, umræðan þarf að vera yfirveguð. 

jon (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 19:13

2 identicon

Sæll.

Ansi virðast nú læknar vera snöggir að gleyma. Þú talar um fjársvelti. Hvað er langt síðan læknar fengu launahækkun? Hvað hækkuðu læknar mikið þá? Tuttugu og hvað prósent? Hvað fengu svo hjúkrunarfræðingar mikla hækkun í prósentum? Kallar þú þetta fjársvelti?

Hver eru meðallaun lækna í dag? Hver eru meðallaun hjúkrunarfræðinga í dag?

Kanada eyðir 10.9% í heilbrigðiskerfi sitt. Samt er það svo að tugir þúsunda þar fara suður yfir landamærin á hverju ári og kaupa sér þjónustu sem fæst ókeypis í Kanada? Hvernig vitum við þá, ef Kári fær sínu framgengt, að allt verði flott og fínt hér við að eyða 11% í heilbrigðiskerfið?

Af hverju stingur Kári ekki upp á 17% eins og USA eyða? Getum við látið 11% nægja? Vita menn t.d. hvað stendur á bak við þessar tölur frá USA? Er kerfið þar óskilvirkt og lélegt vegna þess hve miklu þeir eyða? Þess má geta að Haiti eyðir sama hlutfalli og Ísland. Þurfum við þá ekki hærra hlutfall? Af hverju vilja menn miða við Norðurlöndin? Er alveg víst að kerfið þar sé svo gott? Eru menn vissir um að samanburður á prósentum sé gallalaus samanburður? 

Kannski er ég að misskilja en Kári virðist ekki alveg átta sig á því að maður eyðir ekki sömu krónunni tvisvar. Það eru til margir verðugir og góðir málaflokkar sem verðskulda fé, heilbrigðiskerfið er bara einn af þeim málaflokkum. Ef Kári vill auka verulega fjárútlát til heilbrigðiskerfisins ætti hann líka að segja hvaða málaflokkar ættu vegna hans tillagna að fá minna fé. Væri það ekki heiðarlegri nálgun, nema Kári vilji að við aukum verulega á skuldir þjóðarinnar?

Finnst mönnum það málefnalegt hjá Kára, sem er án efa mætasti maður og gengur án efa ekkert annað en gott til, að ráðast að persónu þeirra manna sem voga sér að andmæla honum og benda á skalla í hans málflutningi? Veikir það ekki mikið hans málflutning? Hringja engar viðvörunarbjöllur við það?

Ef menn geta ekki svarað gagnrýni án þess að kasta skít bendir það ekki til þess að menn byggi sitt mál á sandi?

Lausnin felst í að einkavæða heilbrigðiskerfið. 

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Stefánsson

Höfundur

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson
Yfirlæknir og prófessor í augnlækningum
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband